Haustdagar

 Í matargerð skiptir árstíðin miklu máli. Það er eithvað svo gaman að fá sér innblástur úr veðri og árstíðarbundnu grænmeti.

  Enda ágúst, þegar veðrið er svona gott þykkir mér gott að elda matarmikil salöt. Þá er kjúkklingur í uppáhaldi hjá mér þar, hér kem ég með eina slíka uppskrift;

    Kjúkklinga og geitaostsalat.

 Smjördeig

  Hunang

 Geitaostur ( miða við sirka 20 til 30 g á mann)

 Kjúkklingabringur (miða við sirka 100g á mann)

 Spínat (baby spinach í pokum)

 Sítrónusafi

  Ólífuolía

   Salt, pipar

 

 Fletja út smjödeginu, ofan á það er svo settur geitarostur og smurt smá hunnang, því næst er honum lokað eins og ravíólí. Baka inn í forhitaðum ofni við 180 gráður þar til að smjördeigið er orðið vel brúnt (það má setja einn slíkan á hvert salat eða tvo). Kjúkklingurinn er skorinn í bita og steiktur á pönnu með salti og pipar eftir smekk. Leggja spínatið í kúptan diska, setið sítrónusafa, salt og ólífuolíu á það. Þar næst er settur kjúkklingur og innbakaði geitarosturinn.

   Það má bæta ýmislegu við þess uppskrift, blaðlauk, papriku, steikta sveppi, ólífur og margt fleirra. Þannig getur hver komið með eigin útfærslu af uppskriftinni.

  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband