Sushi er æði

Ég sé að það eru orðin 4 ár síðan ég setti inn síðustu færslu, en hvað um það....
Maðurinn minn átti afmæli í gær og í tilefni dagsins bjó ég til heimatilbúið sushi. Ég prófaði sushihrísgrjóninn í bónus og get ég staðfastlega mælt með þeim.

Hér kemur smá uppskrift af spicy salmon;

lítil lúka af vel söxuðu engifer
lítil lúka af vel söxuðu chili (hef notað grænt og rautt)
2 mtsk hoysin sósa
2 mtsk semsam olía
200 gr hrár lax skorinn í litla bita (má líka nota hráan túnfisk)

öllu blandað saman og notað í maki rúllur.

Þetta er upprunalega uppskrift af spicy tuna frá Maríu vinkonu minni. Nú finnst mér þetta ómissandi í heimagerða sushigerð.

Verði ykkur að góðu, ég vona að ég skrifi aðra færslu fyrir árið 2015,


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband