Pecan Pie

Ég verð að segja að ég er ekkert sérstaklega góð í að gera það sæta en ég er búin að vera með pecan pie á heilanum núna í svolítinn tíma. Svo er ég búin að vera heima lasin og það eina sem ég gat hugsað mér að borða í lystarleisi mínu er pecan pie. Ég bjó hana til með smá hollustubreitingum og hún var dásamleg.

2 egg, hræra lauslega
1 bolli agave síróp
1/4 bolli ljós púðursykur
2 matsk. brætt smjör
2 matsk. fínt spelt (eða hveiti)
1/4 tesk. salt
1 tesk. vanilludropar
150 g Pecan hnetur
1 smjördeig (ef frosið þá er miðað við nóg til að búa til hring til að setja í kringlótt tertumót)

Forhita ofninn á 180 gráðum. Setja smjördegið í kringlótt tertumót og stinga í það nokkrum sinnum með gafli. Skera pecan hneturnar niður í grófa bita og dreyfa því yfir smjördegið. Blanda allt hitt saman og hella því yfir hneturnar. Setja inn í ofn í 40 til 50 min (minn ofn hittnar mjög vel svo ég þurfti bara 30 min, bakan á að vera dökk en ekki svört).

Berið fram volgt með rjóma eða ís.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband