Sushi er æði

Ég sé að það eru orðin 4 ár síðan ég setti inn síðustu færslu, en hvað um það....
Maðurinn minn átti afmæli í gær og í tilefni dagsins bjó ég til heimatilbúið sushi. Ég prófaði sushihrísgrjóninn í bónus og get ég staðfastlega mælt með þeim.

Hér kemur smá uppskrift af spicy salmon;

lítil lúka af vel söxuðu engifer
lítil lúka af vel söxuðu chili (hef notað grænt og rautt)
2 mtsk hoysin sósa
2 mtsk semsam olía
200 gr hrár lax skorinn í litla bita (má líka nota hráan túnfisk)

öllu blandað saman og notað í maki rúllur.

Þetta er upprunalega uppskrift af spicy tuna frá Maríu vinkonu minni. Nú finnst mér þetta ómissandi í heimagerða sushigerð.

Verði ykkur að góðu, ég vona að ég skrifi aðra færslu fyrir árið 2015,


Haustdagar

 Í matargerð skiptir árstíðin miklu máli. Það er eithvað svo gaman að fá sér innblástur úr veðri og árstíðarbundnu grænmeti.

  Enda ágúst, þegar veðrið er svona gott þykkir mér gott að elda matarmikil salöt. Þá er kjúkklingur í uppáhaldi hjá mér þar, hér kem ég með eina slíka uppskrift;

    Kjúkklinga og geitaostsalat.

 Smjördeig

  Hunang

 Geitaostur ( miða við sirka 20 til 30 g á mann)

 Kjúkklingabringur (miða við sirka 100g á mann)

 Spínat (baby spinach í pokum)

 Sítrónusafi

  Ólífuolía

   Salt, pipar

 

 Fletja út smjödeginu, ofan á það er svo settur geitarostur og smurt smá hunnang, því næst er honum lokað eins og ravíólí. Baka inn í forhitaðum ofni við 180 gráður þar til að smjördeigið er orðið vel brúnt (það má setja einn slíkan á hvert salat eða tvo). Kjúkklingurinn er skorinn í bita og steiktur á pönnu með salti og pipar eftir smekk. Leggja spínatið í kúptan diska, setið sítrónusafa, salt og ólífuolíu á það. Þar næst er settur kjúkklingur og innbakaði geitarosturinn.

   Það má bæta ýmislegu við þess uppskrift, blaðlauk, papriku, steikta sveppi, ólífur og margt fleirra. Þannig getur hver komið með eigin útfærslu af uppskriftinni.

  

  


Pecan Pie

Ég verð að segja að ég er ekkert sérstaklega góð í að gera það sæta en ég er búin að vera með pecan pie á heilanum núna í svolítinn tíma. Svo er ég búin að vera heima lasin og það eina sem ég gat hugsað mér að borða í lystarleisi mínu er pecan pie. Ég bjó hana til með smá hollustubreitingum og hún var dásamleg.

2 egg, hræra lauslega
1 bolli agave síróp
1/4 bolli ljós púðursykur
2 matsk. brætt smjör
2 matsk. fínt spelt (eða hveiti)
1/4 tesk. salt
1 tesk. vanilludropar
150 g Pecan hnetur
1 smjördeig (ef frosið þá er miðað við nóg til að búa til hring til að setja í kringlótt tertumót)

Forhita ofninn á 180 gráðum. Setja smjördegið í kringlótt tertumót og stinga í það nokkrum sinnum með gafli. Skera pecan hneturnar niður í grófa bita og dreyfa því yfir smjördegið. Blanda allt hitt saman og hella því yfir hneturnar. Setja inn í ofn í 40 til 50 min (minn ofn hittnar mjög vel svo ég þurfti bara 30 min, bakan á að vera dökk en ekki svört).

Berið fram volgt með rjóma eða ís.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband